SGS vísar kjaradeilu til ríkissáttasemjara

Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins (SGS).
Vil­hjálm­ur Birg­is­son, formaður Starfs­greina­sam­bands­ins (SGS). mbl.is/Eggert Jóhannesson

Starfsgreinasamband Íslands (SGS) hefur vísað kjaradeilu sinni við ríkið til ríkissáttasemjara.

Samningsaðilar hafa á undanförnum vikum átt fjölmarga fundi þar sem SGS hefur komið kröfum sínum málefnalega á framfæri við samninganefnd ríkisins, en án árangurs,“ segir í tilkynningu á vef SGS. 

Kjarasamningur SGS og fjármála- og efnahagsráðherra f.h. ríkissjóðs rann út 31. mars 2023. 

Í ljósi þess hversu langt er á milli aðila lítur SGS svo á að ekkert annað sé í stöðunni en að vísa deilunni til ríkissáttasemjara. Jafnframt var farið fram á það við ríkissáttasemjara að hann boði til fundar eins fljótt og auðið er, enda óásættanlegt að launafólk bíði mánuðum saman eftir sanngjörnum kjarabótum.

Samninganefnd Eflingar skrifaði undir kjarasamning við ríkið í gærkvöldi. 

mbl.is