Víðáttumikil hæð suður af landinu

Hiti verður á bilinu 8 til 20 stig í dag.
Hiti verður á bilinu 8 til 20 stig í dag. mbl.is/Kristinn Magnússon

„Víðáttumikil hæð er nú stödd nokkur hundruð kílómetra suður af landinu og hún stjórnar veðrinu hjá okkur næstu daga.“

Svo segir í hugleiðingum veðurfræðings á Veðurstofu Íslands. 

Í dag er því útlit fyrir vestan- og suðvestanátt, víða 5-13 m/s.

Yfirleitt verður léttskýjað um landið austanvert, en skýjað verður með köflum vestan til á landinu og líkur á súld.

Hiti verður frá 8 stigum við vesturströndina, upp í 20 stig þar sem best lætur á Suðaustur- og Austurlandi.

„Það er útlit fyrir keimlíkt veður á morgun, en úrkoman ætti þó að verða heldur þéttari á vestanverðu landinu.“

Veðurvefur mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert