Vilja fjölga slökkvistöðvum

Íbúar óttast um öryggi sitt vegna aukins umferðarþunga en áætlað …
Íbúar óttast um öryggi sitt vegna aukins umferðarþunga en áætlað er að bílaumferð allt að sexfaldist með nýrri byggð. mbl.is/Golli

Umferðarþungi á samgöngumannvirkjum Skerjafjarðar á eftir að aukast gífurlega með byggingu nýs hverfis en þar eru áætlaðar 1.400 nýjar íbúðir með um það bil 3.600 íbúum.

Komið hefur til tals að fleiri slökkvistöðvar séu nauðsynlegar. Eggert Hjartarson, formaður Prýðifélagsins Skjaldar, íbúasamtaka Skerjafjarðar, segir að íbúar hafi miklar áhyggjur af viðbragðstíma sjúkrabíla og slökkviliðsbíla og að fyrirhuguð byggð með aðeins einum vegi muni ógna öryggi íbúa.

„Ég hef verið slökkviliðsmaður í mörg ár og nú þegar höfum við greint verulega seinkun á sjúkraflutningum og tafir vegna aukinnar umferðar vestan við Snorrabraut. Eina lausnin til að tryggja öryggi íbúa er að fjölga slökkvistöðvum. Þetta svæði, Seltjarnarnes og vestast í Vesturbænum, er orðið illaðgengilegt sökum umferðar og veldur það töfum í útköllum.“

Nánari umfjöllun er að finna í Morgunblaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert