Átta sveitarfélög á móti Nýja-Skerjafirði

Nýja hverfið á að rísa milli flugbrautarinnar og byggðar í …
Nýja hverfið á að rísa milli flugbrautarinnar og byggðar í Skerjafirði. mbl.is/Árni Sæberg

Átta sveitarfélög hafa nú ályktað vegna ákvörðunar innviðaráðuneytisins og Reykjavíkurborgar um uppbyggingu nýs 4.500 manna hverfis í Skerjafirði.

Bæjar- og sveitarstjórnir á Akureyri, Bolungarvík, Dalvík, Fjarðabyggð, Húnabyggð, Ísafjarðarbæ, Múlaþingi og Vestmannaeyjum hafa allar afgreitt ályktanir þar um.

Þrátt fyrir að nálgun sveitarfélaganna sé misjöfn eru helstu stefin sameiginleg. Átalið er að með ákvörðuninni sé samkomulag ríkis og Reykjavíkurborgar frá 2019 að haft engu haft, þar sem forsenda þess hafi verið að tryggja rekstraröryggi Reykjavíkurflugvallar þar til nýr innanlandsflugvöllur væri tilbúinn til notkunar.

Í gildandi samgönguáætlun fyrir árin 2020-2034 kemur fram að miða skuli við að Reykjavíkurflugvöllur geti áfram þjónað innanlandsflugi á fullnægjandi hátt á meðan annar jafngóður eða betri kostur er ekki fyrir hendi. Því sé mikilvægt að tryggja flug- og rekstraröryggi flugvallarins.

Minnt er á að flugvöllurinn sé lífæð landsbyggðanna, samgöngumiðstöð landsins alls, en í honum felist aðgangur fólks utan af landi að stjórnsýslu og mikilvægum innviðum, þar á meðal vegna heilbrigðis.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: