Boðað til annars fundar í dag

Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarsáttasemjari og Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB, …
Elísabet S. Ólafsdóttir aðstoðarsáttasemjari og Sonja Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formaður BSRB, í Karphúsinu í síðustu viku. Eggert Jóhannesson

Samningafundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga lauk eftir miðnætti í nótt. Boðað hefur verið til annars fundar klukkan 13 í dag. 

Þetta hefur Rúv eftir Sonju Ýr Þor­bergs­dótt­ir, formanni BSRB, og sagði hún í viðtali við fréttastofu að deilan væri að þokast í rétta átt, enn bæri þó nokkuð á milli. 

Í þess­ari viku hafa um 900 manns lagt niður störf í 11 sveit­ar­fé­lög­um. Gangi ekk­ert í viðræðum ætl­ar BSRB enn að herða aðgerðir sín­ar á mánu­dag­inn kem­ur.

Uppfært 8:25

Fundurinn er klukkan 13 í dag, en ekki klukkan 11 líkt og stóð áður í fréttinni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert