Formaðurinn endurkjörinn og tvö ný í stjórn

Sigurður Örn Hilmarsson var endurkjörinn formaður LMFÍ á aðalfundi félagsins …
Sigurður Örn Hilmarsson var endurkjörinn formaður LMFÍ á aðalfundi félagsins í gær. Ljósmynd/Aðsend

Stjórn Lögmannafélags Íslands var sjálfkjörin á aðalfundi félagsins í gær, en kosið var í embætti tveggja meðstjórnenda og formanns.

Nýir meðstjórnendur aðalstjórnar eru tveir, þau Magnús Hrafn Magnússon og Eva Halldórsdóttir. Starfa þau bæði sem lögmenn á lögmannsstofum, Magnús hjá Sigurjónsson & Thor og Eva hjá LLG.

Fyrir eru í stjórn þau Áslaug Björgvinsdóttir og Tómas Eiríksson, en Sigurður Örn Hilmarsson var endurkjörinn formaður félagsins til eins árs.

mbl.is