Katrín og Selenskí í Moldóvu

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Maia Sandu, forseti Moldóva.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Maia Sandu, forseti Moldóva. AFP/Ludovic Marin

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sækir í dag leiðtogafund hins pólitíska bandalags Evrópuríkja (e. European Political Community, EPC) sem fram fer skammt frá Chisinau, höfuðborg Moldóvu.

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, er á meðal þjóðarleiðtoga sem sækja fundinn en Maia Sandu, forseti Moldóva, tók á móti Selenskí í Mimi-kastala í Bulboaca í morgun. 

Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, og Maia Sandu, forseti Moldóvu.
Volodimír Selenskí, for­seti Úkraínu, og Maia Sandu, forseti Moldóvu. AFP/Ludovic Marin

Á vef Stjórnarráðsins kemur fram að alls eigi 47 ríki Evrópu aðild að EPC en vettvangurinn var stofnaður á síðasta ári. 

Markmið bandalagsins er að ýta undir pólitískt samtal Evrópuríkja, óháð því hvar þau eru staðsett í stofnanakerfi Evrópu með tilliti til aðildar að ESB og NATO.“

Um er að ræða annan leiðtogafundinn sem er haldinn á vettvangi EPC. Sá fyrsti var haldinn í Prag í október. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert