Lögregla kölluð til vegna ágreinings um sorp

mbl.is/Eggert

Lögregla var kölluð til vegna ágreinings nokkurra einstaklinga um hvers konar sorpi mætti henda í gám utan við endurvinnslustöð í Laugardalnum.

Í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að málið hafi verið leyst með samtali.

Þá segir að sjö ökumenn eigi von á greiðslu sektar vegna aksturs bifreiða á negldum hjólbörðum.

mbl.is