Undrast áhugaleysi borgar

Forstjóri ÞG Verks segir fyrirtækið hafa rifað seglin í uppbyggingu …
Forstjóri ÞG Verks segir fyrirtækið hafa rifað seglin í uppbyggingu íbúða undanfarið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, undrast dræm viðbrögð borgarstjóra við tillögu fyrirtækisins um uppbyggingu hagkvæmra íbúða. Fyrirtækið hafi tryggt fjármögnun til að byggja 900 hagkvæmar íbúðir á þremur árum en fái ekki lóðir.

Þorvaldur Gissurarson.
Þorvaldur Gissurarson.

Þorvaldur segir fyrirtækið hafa skuldbundið sig til að setja 20-30% íbúðanna, 180 til 270 íbúðir, í leigu á sömu kjörum og hjá Bjargi leigufélagi, sem ætlað er tekjulágum.

Þá geti hluti íbúðanna uppfyllt skilyrði um hlutdeildarlán og þar með hentað sem fyrstu kaup. Brýn þörf sé fyrir slíkar íbúðir á markaðnum, enda falli nú margir á greiðslumati.

Næstum á við Bjarg

Ef ÞG Verk byggði 900 íbúðir færi fjöldinn nærri þeim fjölda íbúða sem Bjarg hefur byggt frá upphafi.

Þorvaldur segir að með því myndi einkaframtakið stuðla að auknu framboði á hagkvæmu húsnæði og þannig styrkja séreignarstefnuna í sessi. Hann segir aðspurður að fyrirtækið fari alls ekki fram á niðurgreiðslur. Það nægi að búa við sömu skilmála og Bjarg.

Dýrkeypt að rifa seglin

Örn Tryggvi Johnsen hjá ÞG Verki segir mörg verktakafyrirtæki vera að rifa seglin vegna óvissu. Þegar það gerist sé „hættan sú að það muni taka langan tíma að fá vind í þau aftur“. Varðandi áætlaða fólksfjölgun í ár telur hann flesta innflytjendur munu fara út á leigumarkaðinn.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: