Allt að 19 stiga hiti fyrir austan

Hallormsstaður.
Hallormsstaður.

Í dag er spáð vestan- og suðvestan 5-13 metrum á sekúndu, en 10-15 m/s á norðvestanverðu landinu.

Bætir í vind á morgun og verður suðvestan 10-18 m/s síðdegis.

Lítilsháttar rigning verður eða þokusúld, en skýjað með köflum og þurrt austantil.

Hiti verður á bilinu 8 til 19 stig, hlýjast á Suðaustur- og Austurlandi.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert