Átta sækja um tvö dómaraembætti

Héraðsdómur Reykjavíkur þar sem starfstöð dómaranna verður.
Héraðsdómur Reykjavíkur þar sem starfstöð dómaranna verður. mbl.is/Þór

Átta umsækjendur voru um tvö laus embætti héraðsdómara við Héraðsdóm Reykjavíkur, en dómsmálaráðuneytið auglýsti stöðurnar lausar til umsóknar í síðasta mánuði.

Fram kemur í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins að skipað verði í dómaraembætti við Héraðsdóm Reykjavíkur frá og með 1. september. Svo verður sett í embætti héraðsdómara við sama dómstól á meðan leyfi héraðsdómara stendur. Dómari verður settur í embætti frá og með 1. september til 28. febrúar 2029.

Umsækjendur um embættin eru eftirfarandi:

  • Finnur Vilhjálmsson saksóknari
  • Guðrún Sesselja Arnardóttir lögmaður
  • Hákon Þorsteinsson lögfræðingur
  • Logi Kjartansson lögfræðingur
  • Oddur Þorri Viðarsson lögfræðingur
  • Sólveig Ingadóttir aðstoðarmaður héraðsdómara
  • Stefanía G. Sæmundsdóttir saksóknari
  • Sigurður Jónsson lögmaður

Umsóknir verða afhentar dómnefnd sem metur hæfni umsækjenda við fyrsta tækifæri. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert