Marmaraþrep upp alla stiga

Davíð og Guðrún hafa lagt líf sitt og sál í …
Davíð og Guðrún hafa lagt líf sitt og sál í að halda við gamla íbúðarhúsinu á Arnbjargarlæk. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

„Húsið hefur alltaf umvafið mig. Það er einhver andi í húsinu sem gerir það að verkum að mér líður alltaf vel hér,“ segir Guðrún Jónsdóttir á Arnbjargarlæk í Borgarfirði. Maður hennar, Davíð Aðalsteinsson, tekur í sama streng en hann fæddist í íbúðarhúsinu á Arnbjargarlæk og hefur búið í því alla ævi.

Guðrún Jónsdóttir og Davíð Aðalsteinsson.
Guðrún Jónsdóttir og Davíð Aðalsteinsson. Morgunblaðið/Helgi Bjarnason

Liðin eru 100 ár frá því afi Davíðs og nafni byggði hið stóra og glæsilega íbúaðarhús sem er með marmaraþrepum upp alla stiga. Davíð og Guðrún hafa lagt mikla vinnu og fjármuni í að halda húsinu vel við.

Davíð Þorsteinsson og Guðrún Erlendsdóttir bjuggu lengi á Arnbjargarlæk, tóku við búi af foreldrum hans og hefur jörðin haldist í eigu afkomenda þeirra. Davíð var stórbóndi, var með búskap á þremur jörðum, auk Arnbjargarlækjar, og var með 900 vetrarfóðraðar kindur þegar mest var. Mun það hafa verið eitt af stærstu fjárbúum landsins á þeim tíma.

Nán­ari um­fjöll­un er að finna í Morg­un­blaðinu 1. júní sl.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert