Norðurlöndin verði sjálfbærasta svæði heims

Ráðherranefndin í veðurblíðu í Reykholti.
Ráðherranefndin í veðurblíðu í Reykholti. Ljósmynd/Stjórnarráðið

Guðmundur Ingi Guðbrandsson, félags- og vinnumarkaðsráðherra og samstarfsráðherra Norðurlandanna, fundar með öðrum samstarfsráðherrum Norðurlandanna í Reykholti í dag. Kemur þetta fram í tilkynningu Stjórnarráðsins.

Rætt er um alþjóðlegt samstarf og Norðurlöndin, að því er haft er eftir Guðmundi Inga, en Ísland fer með formennsku í Norrænu ráðherranefndinni. 

Samþætt og sjálfbært svæði árið 2030

Ráðherrarnir ræddu um stjórnsýsluhindranir Norðurlandanna og mikilvægi þess að afnema þær svo Norðurlöndin geti orðið samþættasta svæði heims árið 2030.

Framtíðarsýn ráðherranefndarinnar sé einnig að Norðurlöndin verði sjálfbærasta svæði heims árið 2030, að því er kemur fram í tilkynningunni. 

Norræna ráðherranefndin er samstarfsvettvangur ráðherra Norðurlandanna. Nefndin var stofnuð árið 1971 til þess að efla samvinnu ríkisstjórna Norðurlandanna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert