Engin tíðindi borist úr Karphúsinu

Frá fundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í Karphúsinu í …
Frá fundi BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga í Karphúsinu í síðustu viku. mbl.is/Eyþór

Enginn tíðindi hafa borist úr Karphúsinu þar sem fulltrúar BSRB og Sambands íslenskra sveitarfélaga hafa fundað frá því klukkan 13 í dag. Eftir því sem mbl.is kemst næst stendur fundurinn enn yfir.

Ef samningar nást ekki munu hátt í 2.500 manns leggja niður störf á morgun.

Þórarinn Eyfjörð, varaformaður BSRB, sagði við mbl.is fyrr í kvöld að viðræður væru á mjög viðkvæmum stað. Bjóst hann við að fundað yrði fram á kvöld.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert