Réttur hverrar konu að haldari passi

Elín sýnir með stolti einn af notalegu blúndubrjóstahöldurunum.
Elín sýnir með stolti einn af notalegu blúndubrjóstahöldurunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Þessi Íslandsdvöl hefur verið sérlega skemmtileg og gaman að halda námskeið fyrir íslenskar konur. Þær eru svo áhugasamar og uppselt á öll námskeiðin,“ segir Elín Gunnarsdóttir sem býr í Osló en er nú stödd á Íslandi til að halda fjögur námskeið í brjóstahaldarasaumi.

„Ég vil að sem flestar konur viti að þær hafi möguleika á að sauma sinn eigin haldara, sem passar vel. Þetta er fyrir konur á öllum aldri, sú yngsta sem kom á námskeið núna er 21 árs en sú elsta 75 ára. Til mín komu sex konur sem hafa verið saman í saumaklúbb í fimmtíu og fimm ár, en þær eru gamlar skólasystur úr Húsmæðraskólanum Ósk á Ísafirði. Þær voru í miklu stuði.“

Elín segir að konur sem komi á námskeiðin mæli sig sjálfar, svo haldari passi fullkomlega.

„Ég er með brjóstahaldarapakka sem inniheldur ákveðið snið eftir stærðartöflum, hlýra og færilykkjur, krækjur, allskonar bönd og fóður sem þarf að sníða til. Ég kenni þeim að sauma haldara og í framhaldinu geta þær svo saumað sér sjálfar fleiri heima. Allar sem koma á námskeið hjá mér gera blúndubrjóstarahaldara, léttan og notalegan, sem styður samt vel við. Til mín hafa komið konur sem hafa farið í brjóstnám eða í fleygskurð, og í stað þess að þurfa að setja fyllingu inn í öðrum megin í haldara sem keyptir eru í búð, þá geta þessar konur saumað haldara sem passar á þær báðum megin.“

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert