Skólinn er grunnur að samfélagi

Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri og Hilmar Björgvinsson skólastjóri klipptu á …
Fjóla Steindóra Kristinsdóttir bæjarstjóri og Hilmar Björgvinsson skólastjóri klipptu á borða. Þau aðstoðuðu Elma Eir Styrmisdóttir og Svavar Orri Arngrímsson, yngstu og elsti nemandi Stekkjaskóla. mbl.is/Sigurður Bogi

Gleði lá í lofti þegar 1. áfangi Stekkjaskóla á Selfossi var formlega tekinn í notkun sl. fimmtudag. Byggingin nýja er um 4.560 fermetrar að flatarmáli; tvær hæðir og kjallari. Í dag eru 174 nemendur í 1.-5. bekk við skólann og fer fjölgandi. Gangurinn verður raunar sá að einn árangur bætist við nemendahópinn á næstu árum, í takti við stækkun skólahússins sem er við Heiðarstekk syðst og vestast í byggðinni á Selfossi, sem fer sístækkandi. Fullbyggður á skólinn að taka við alls um 500 nemendum.

Stekkjaskóli.
Stekkjaskóli.

Samkvæmt nútímanum

„Skólahúsið nýja ber vitni um framsýni og vöxt í sveitarfélaginu,“ sagði Hilmar Björgvinsson skólastjóri í ávarpi sem hann flutti við opnunarathöfnina. Húsnæði skólans segir hann vera hannað og byggt í samræmi við kennsluaðferðir nútímans og að því leyti afar hentugt. Teymiskennsla er orðin alsiða í dag og skv. því hefur hver árgangur eða hópur nemenda í Stekkjaskóla sitt starfssvæði og er þar með kennurum sínum. Á kennslusvæðið kemur síðan öll stoðþjónusta eins og þarf hverju sinni.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: