Hætta rekstri Háskólabíós

Sena hafði séð um rekstur Háskólabíós frá árinu 2007.
Sena hafði séð um rekstur Háskólabíós frá árinu 2007. mbl.is/Sigtryggur Sigtryggsson

Rekstur kvikmyndahúss í Háskólabíói mun líða undir lok í sumar.

Ríkisútvarpið greindi frá því að Sena hafi sagt upp samningi sínum um rekstur kvikmyndahúss í Háskólabíói frá og með 1. júlí.

Haft er eftir Konstantín Mikaelsson, framkvæmdastjóra hjá Senu, að auknar kröfur neytenda um aðstöðu vegi þyngst um ákvörðunina ásamt minnkandi aðsókn.

Guðmundur R. Jónsson, framkvæmdastjóri stjórnsýslu Háskóla Íslands, segir að hugmyndir séu um að nýta húsnæðið áfram undir tónleika, ráðstefnur, fundi og kennslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert