Ræðutími styttur í borgarstjórn

Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins (til vinstri).
Marta Guðjónsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins (til vinstri). mbl.is/Eggert Jóhannesson

Sett verður þak á lengd funda í borgarstjórn, ræðutímar styttir og ræðum borgarfulltrúa fækkað úr þremur í tvær. Þá fer hvert andsvar úr tveimur mínútum í eina mínútu og ræðutími í fyrstu ræðu verður styttur úr 10 mínútum í átta. Forsætisnefnd samþykkti tillögu þess efnis á föstudag og hefur vísað málinu til borgarstjórnar.

Marta Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins segir að með tillögunni sé gengið nærri málfrelsi og tillögurétti borgarfulltrúa. „Borgarstjórn er náttúrulega málstofa okkar borgarfulltrúa og okkar hljóðnemi til almennings,“ segir Marta, sem telur vinnubrögðin andlýðræðisleg.

„Ég hef ekki tekið undir að við ættum að stytta fundina eða setja þak á fundina, einfaldlega vegna þess að borgarfulltrúum hefur fjölgað,“ segir Marta en árið 2017 var þeim fjölgað úr 15 í 23.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert