Timbur úr Heiðmörk í Perlufestina

Auður Elva Kjartansdóttir og Teitur Björgvinsson í Heiðmörk hér með …
Auður Elva Kjartansdóttir og Teitur Björgvinsson í Heiðmörk hér með borðvið beint úr söginni. mbl.is/Sigurður Bogi

„Nytjar af skógunum hér aukast með hverju árinu. Þetta eru auðlindir sem munar mjög um. Grisjun eflir svo vöxt þeirra trjáa sem eftir standa að verulega munar um með tilliti til kolefnisbindingar,“ segir Auður Elva Kjartansdóttir, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Reykjavíkur.

Ár hvert grisjar Skógræktarfélag Reykjavíkur um fjóra hektara lands í Heiðmörk. Trén sem eru grisjuð eru oft 10-20 metra há og henta vel sem borðviður og er hann eftirsóttur sem smíðaviður. Þetta eykur verðmæti afurða, í stað þess að skógurinn skili helst eldiviði og kurli eins og lengi var.

Timbur sem fellur til við grisjun í Heiðmerkurskógum hefur meðal annars verið notað í gólffjalir, bekki, skilti, stíga, hús og innréttingar.

Um þessar mundir er verið að vinna timbur sem verður notað í svonefnda Perlufesti, göngustíg umhverfis Öskjuhlíðina í Reykjavík.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert