Starfstengt íslenskunám fyrir innflytjendur samhliða vinnu, bætt gæði íslenskukennslu fyrir innflytjendur, innleiðing rafrænna stöðuprófa í íslensku og efling íslenskuhæfni starfsfólks í leik- og grunnskólum.
Þetta eru meðal lykilaðgerða í áætlun um málefni íslenskrar tungu sem ráðherranefnd hefur skilað af sér og er nú til kynningar og umsagnar í Samráðsgátt.
Áætlunin inniheldur átján aðgerðir og er markmið þeirra að forgangsraða verkefnum stjórnvalda árin 2023-2026 þegar kemur að verndun og þróun tungumálsins. Greint er frá þessu í tilkynningu Stjórnarráðsins.
Nefndin var sett á laggirnar í nóvember á síðasta ári og er hlutverk hennar að efla samráð og samstarf milli ráðuneyta um málefni íslenskrar tungu og tryggja samhæfingu þar sem málefni skarast.
Forsætisráðherra, menningar- og viðskiptaráðherra, mennta- og barnamálaráðherra, félags- og vinnumarkaðsráðherra og háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra eiga fast sæti í nefndinni.
Meðal lykilaðgerða í áætluninni eru: