Fjórir hlutu annan vinning upp á 57 milljónir

Fjórir unnu annan vinning en miðarnir voru seldir í fjórum …
Fjórir unnu annan vinning en miðarnir voru seldir í fjórum löndum.

Eng­inn hlaut fyrsta vinn­ing í Eurojackpot í kvöld en fjórir fengu ann­an vinn­ing sem hljóðaði upp á 56.877.230 krónur. Vinningsmiðarnir voru seldir í Póllandi, Svíþjóð, Þýskalandi og Eistlandi. 

Þá voru fjórir sem hlutu þriðja vinning sem nam 32 milljónum króna en miðarnir voru seldir í Finnlandi, Póllandi, Spáni og Þýskalandi. 

Þá fengu fimm Íslendingar annan vinning í Jókernum sem var 100 þúsund krónur. Einn vinningsmiðanna var keyptur í appi, annar á lotto.is, þriðji á N1 Selfossi, fjórði í Happahúsinu í Kringlunni og sá fimmti var keyptur í Olís í Mosfellsbæ.

mbl.is