Spítali á þriðja hundrað milljarða

Margar stórar og smáar framkvæmdir hafa litið dagsins ljós síðustu …
Margar stórar og smáar framkvæmdir hafa litið dagsins ljós síðustu ár. Sú stærsta þeirra er þó án efa nýr Landspítali við Hringbraut. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Heildarkostnaðaráætlun byggingar nýs Landspítala við Hringbraut hljóðar upp á 210 milljarða króna. Þetta kemur fram í svari Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra við fyrirspurn Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar Miðflokksþingmanns.

Svo hljóðaði fyrirspurnin: „Hver er áætlaður heildarkostnaður við áformaðar framkvæmdir við Landspítala við Hringbraut?“

Í svari sínu bendir fjármálaráðherra á að allar kostnaðartölur í svari hans séu á verðlagi októbermánaðar síðasta árs. Tekur hann enn fremur fram að nánari umfjöllun um byggingu nýs Landspítala sé að finna í rammagrein í fjármálaáætlun fyrir árabilið 2024 til 2028 og í skýrslu stýrihóps um verkefni nýs Landspítala sem út kom í mars.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert