Stórt skemmtiferðaskip í vanda á Viðeyjarsundi

Norwegian Prima tekur um 3.000 farþega.
Norwegian Prima tekur um 3.000 farþega. Ljósmynd/Norwegian Cruise Line

Skemmtiferðaskipið Norwegian Prima lenti fyrir rúmri viku í miklum örðugleikum með að komast frá bryggju og úr Viðeyjarsundi vegna óveðurs. Skipið rak um of vegna hvassviðris en um borð voru hátt í 5.000 manns. Hefur atvikið verið tilkynnt Rannsóknarnefnd samgönguslysa.

Þetta staðfestir Gísli Jóhann Hallsson, yfirhafnsögumaður Faxaflóahafna, en hann segir að engan hafi sakað.

Gísli segir í samtali við Morgunblaðið að skipið hafi verið á leiðinni til Álasunds í Noregi en um tíuleytið föstudaginn 26. maí, þegar það hafi verið að leggja af stað frá Viðeyjarsundi, hafi mikið hvassviðri leitt til þess að skipið snerist óþarflega mikið.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert