Alltaf sama gaslýsingin frá ríkistjórninni

Andrés Ingi Jónsson í ræðustól í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Hann …
Andrés Ingi Jónsson í ræðustól í eldhúsdagsumræðum á Alþingi. Hann sagði ríkistjórnina ítrekað gaslýsa þjóðina. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Andrés Ingi Jónsson segir ríkisstjórn ítrekað gaslýsa þjóðina, varðandi efnahagsaðgerðir sem og loftslagsaðgerðir í eldhúsdagsræðu sinni á Alþingi í kvöld. 

Hann sagði ríkisstjórnina hafa gert misráðnar aðgerðir í efnahagsaðgerðum, sem hafi alvarlegar afleiðingar fyrir þjóðina.

„Þegar stór hluti þjóðarinnar á erfitt með að ná endum saman og ótal fjölskyldur áhyggjur af því hvort þær geti haldið þaki yfir höfuðið, hafa stjórnarflokkarnir setið rólegir og leyft Seðlabankastjóra að hækka stýrivexti þrettán sinnum.“ sagði Andrés.

Katrín hló þurrlega

Hann sagði það lýsandi og dæmigert að sjá þingmenn ríkistjórnarinnar afgreiða fjármálaáætlun ríkisins frá sér án breytinga, þegar aðgerðir til að sporna við verðbólgu voru tilkynntar.

„Alltaf kemur sama gaslýsingin frá ríkisstjórnin þegar hún er að reyna að fela hvað hún er léleg“ sagði Andrés, en þá mátti heyra Katrínu Jakobsdóttur, forsætisráðherra hlæja þurrlega.

Þá bætti hann við að ítrekaðar staðhæfingar ríkisstjórnarinnar um aukin metnað í loftslagsmálum, sé annað dæmi um slíka gaslýsingu enda stefni í þriðja árið í röð þar sem losun gróðurhúsaloftegunda eykst á Íslandi. 

Ríkistjórnin slær skjaldborg um fjármálaráðherra

Þá gagnrýndi hann einnig ríkistjórnina fyrir að slá skjaldborg utan um Bjarna Benediktsson, fjármálaráðherra í tengslum við Lindarhvolsmálið. „Skjalinu hefur verið læst ofan í skúffu í fimm ár sagði Andrés. 

„Svo langt gengur meirihlutinn að slá skjaldborg um fjármálaráðherra að hann bannaði þingmanni í vetur að leggja fram fyrirspurn um málið.“ sagði Andrés og bætti við að sömuleiðis hefðu snúist gegn því að sala hlutar í Íslandsbanka til föður fjármálaráðherra yrði rannsökuð af rannsóknarnefnd. „Það mátti velta öllum steinum, bara ekki akkúrat þessum.“

VG tekur undir sumar öfgakenndustu skoðanir Sjálfstæðisflokksins

„Stjórnarliðar neituðu að fá sérfræðinga í stjórnskipunarrétti til að skera úr um það hvort útlendingafrumvarp Jóns Gunnarssonar stæðist stjórnarskrá“ sagði Andrés, en hann sagði það í raun svo ótrúlegt að hann fyndi sig knúinn til að endurtaka það.

Nefndi hann þá ýmis dæmi um misgóða meðferð á útlendingum sem fylgi frumvarpi dómsmálaráðherra sem stjórnarliðar samþykktu öll sem eitt.

„Hver hefði trúað því, fyrir örfáum árum, að þar færu fremst í flokki fulltrúar Vinstri Grænna, sem einu sinnit töluðu fyrir aukinni mannúð í þessum málum.“

VG trítlað sér yfir á hinn pólinn

Þá sagði hann þetta vera afleiðingu ríkistjórnarsamstarfs, sem átti að byggja brú á milli andstöðupóla í stjórnmálum. Ríkistjórnarsamstarfið hafi verið auglýst sem leið til að vinna gegn öfgum, en að svo virðist sem brúin sé að mestu nýtt til þess að Vinstrihreyfingin geti „trítlað sér yfir á hinn pólinn og tekið undar sömu öfgakenndustu skoðanir Sjálfstæðisflokksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert