Lögðu hald á töluvert magn af smámynt

Smámyntin er í ýmsum gjaldmiðlum, íslenskum sem erlendum.
Smámyntin er í ýmsum gjaldmiðlum, íslenskum sem erlendum. mbl.is/Ernir Eyjólfsson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lagði hald á töluvert magn af smámynt á dögunum í ýmsum gjaldmiðlum, íslenskum sem erlendum. Talið er að um þýfi sé að ræða.

Þetta kemur fram á vef lögreglunnar þar sem jafnframt segir að myntin verði afhent gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi.

Hægt er að senda fyrirspurnir og ábendingar til lögreglunnar á netfangið gudmundur.petur@lrh.is.

mbl.is