Norðurslóðir ekki undanskildar í átökum

Utanríkisráðherra ræðir hernaðarvá á norðurslóðum
Utanríkisráðherra ræðir hernaðarvá á norðurslóðum Mbl/Arnþór

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, utanríkisráðherra, segir norðurslóðir ekki verða undanskildar í átökum framtíðar, þær séu ekki einstakar í þeim skilningi. Þetta kom fram í máli ráðherra á ráðstefnu um möguleg hernaðarumsvif á norðurslóðum, sem Alþjóðamálastofnun og Varðberg héldu í dag.

Áhyggjur af uppbyggingu Rússa

Ráðherra minnti á að norðurslóðir hefðu áður verið undir í valdabaráttu stórvelda og svo væri enn. Það væru hagsmunir Íslands að spennustigi væri haldið lágu á norðurhveli en vísbendingar um hernaðaruppbyggingu Rússa á svæðinu valdi áhyggjum. Það væru engar vísbendingar um friðsamlegar ætlanir Rússa og Ísland þurfi að taka mið af því.

Ísland þurfi ásamt öðrum ríkjum Atlantshafsbandalagsins að svara þessari rússnesku uppbyggingu. Verði Svíar hluti af NATO, líkt og fastlega er búist við, þá eru sjö bandalagsríki með landssvæði og hagsmuni á norðurheimskautinu og leita eigi frekari samvinnu meðal þeirra ríkja. Þórdís Kolbrún árétti að grundvöllur varna Íslands væru enn bundin í aðild landsins að NATO og í varnarsamningnum við Bandaríkin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert