Rostungurinn hefur yfirgefið Álftanes

Rostungurinn svaf værum svefni.
Rostungurinn svaf værum svefni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Rostungurinn sem hafði komið sér vel fyrir í fjörunni á Álftanesi hefur nú yfirgefið svæðið en hann synti í burtu rétt í þessu.

Þetta staðfestir viðstaddur sjónarvottur í samtali við mbl.is.

Rostungurinn var í fjörunni í nokkra klukkutíma í dag og svaf mestmegnis tímans og hefur greinilega þurft að hvíla sig fyrir það ferðalag sem hann er nú haldinn í. 

mbl.is