Ólöf Embla ráðin lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands

Ólöf Embla Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands.
Ólöf Embla Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands. Ljósmynd/Mannréttindaskrifstofa Íslands

Ólöf Embla Eyjólfsdóttir hefur verið ráðin lögfræðingur hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Ólöf Embla er með mag.jur. gráðu frá lagadeild Háskóla Íslands og BA í heimspeki frá sama skóla sem og meistaragráðu í heimspeki frá Oxfordháskóla.

Undanfarið hefur hún starfað sjálfstætt sem talsmaður umsækjenda um alþjóðlega vernd, en áður starfaði hún sem talsmaður hjá Rauða krossinum. Hún hefur lengi verið viðriðin mannréttindastörf með einum eða öðrum hætti og meðal annars unnið sem sjálfboðaliði fyrir Amnesty International og Rauða krossinn.

Samhliða laganámi sat hún í starfshópi forsætisráðherra um eflingu trausts á stjórnmálum og stjórnsýslu og endurhannaði mannréttindavef stjórnarráðsins í sumarstarfi hjá dómsmálaráðuneytinu, að því er fram kemur í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert