Ríkissáttasemjari hringdi ítrekað í seðlabankastjóra

Seðlabankastjóri segir verkalýðshreyfinguna sundraða.
Seðlabankastjóri segir verkalýðshreyfinguna sundraða. mbl.is/Hákon

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri segist hafa fengið regluleg símtöl frá ríkissáttasemjara þar sem hann reyndi að hafa áhrif á vaxtaákvarðanir bankans.

Þetta kemur fram í viðtali við Ásgeir í Morgunblaðinu í dag.

Skilaboð Aðalsteins Leifssonar, þáverandi sáttasemjara, hafi verið að „við ættum ekki að hækka vexti og helst ekki tjá okkur af því að formaður VR væri ekki stöðugur í skapi og hlypi út af fundum ef hann sæi eitthvað úr Seðlabankanum“, segir Ásgeir.

„Reyndu síðan að fresta vaxtaákvörðunarfundi og svo framvegis. Það er ekkert annað en meðvirkni.“

Verkalýðshreyfingin sundruð

Ásgeir segir verkalýðshreyfinguna vera algerlega sundraða frá því í haust, eftir að Alþýðusamband Íslands varð í eðli sínu óvirkt.

„Þá breyttist þetta í samkeppni einstakra verkalýðsfélaga, sem var erfið staða fyrir alla, bæði þá sem sömdu fyrst og þá sem komu á eftir. Allir þeir sem tóku þátt í þeim leikþætti hljóta að hafa dregið einhvern lærdóm af, ég hef enga trú á öðru“, segir Ásgeir.

Nán­ari um­fjöll­un og viðtal við Ásgeir má lesa í Morg­un­blaðinu í dag.

mbl.is