Stýrivextirnir virka vel

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu séu …
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu séu mikilvæg skref, þó hann vænti fleiri síðar, m.a. í fjárlagavinnu í haust. mbl.is/Hákon

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri telur að aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn verðbólgu séu mikilvæg skref, þó hann vænti fleiri síðar, m.a. í fjárlagavinnu í haust. Hér og nú séu það þó áform um 2,5% launahækkun æðstu embættismanna, sem mestu skipti. Þar sé komið viðmið fyrir komandi kjarasamninga.

Seðlabankastjóri segir blasa við að þessi stefna „sem var mörkuð með því að lækka kauphækkanir æðstu embættismanna, sé orðin stefnumarkandi fyrir markaðinn í heild. Það voru verkalýðsleiðtogar sem báðu um þetta og fengu, þá hlýtur að vera eðlilegt að það verði línan upp úr og niður úr.“

Þetta er meðal þess sem fram kemur í viðtali við Ásgeir sem birt er í Morgunblaðinu í dag.

Ekki þýði að semja umfram innistæðu

Ásgeir kveðst vona að aðilar vinnumarkaðarins hafi dregið lærdóm af liðnum vetri um að ekki þýði að semja um meira en innistæða er fyrir og að vextirnir virki. Margir spyrji hvers vegna vextir séu hærri á Íslandi en annars staðar, en fáir hvers vegna kaupið hækki meira hér en annars staðar. „Það eru tengsl þarna á milli,“ segir Ásgeir og minnir á að við þessu hafi verið varað í fyrra.

„Ég hélt að verkalýðshreyfingin myndi átta sig á því að það að ætla að elta verðbólguna í launahækkunum myndi leiða til vaxtahækkana. Það hlyti að vera alveg skýrt, en þannig fór þetta nú samt. Jafnvel sumir verkalýðsforingjar, sem voru mjög æstir yfir að geta ekki fengið meira. Nú vilja sömu foringjar halda útifundi til þess að mótmæla afleiðingum gerða sinna.“

Hann ítrekar þó að það sé ósanngjarnt að kenna verkalýðshreyfingunni sem slíkri um hvernig komið er og minnir á að á vinnumarkaði séu fleiri viðsemjendur en launþegasamtök, sem einnig beri sína ábyrgð. Hann rekur það einnig til skorts á pólitískri stefnumörkum, til dæmis hvað varðar skipulagsmál á höfuðborgarsvæðinu og uppbyggingu ferðaþjónustu.

Nán­ari um­fjöll­un má finna í Morg­un­blaðinu í dag.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert