Bein útsending: Ársfundur Orkustofnunar

Ólafur Ragnar Grímsson er á meðal gesta.
Ólafur Ragnar Grímsson er á meðal gesta. mbl.is/Kristinn Magnússon

Ársfundur Orkustofnunar fer fram í Norðurljósum í Hörpu í dag. Yfirskrift ársfundarins er Orka, vatn og jarðefni - framþróun af alúð í þágu samfélagsins.

Eins og yfirskriftin gefur til kynna verður meðal annars farið yfir helstu áskoranir sem lönd heimsins standa frammi fyrir þegar kemur að orkumálum. Íslenskt samfélag stendur á tímamótum í orkumálum með innleiðingu orkuskipta og mikilvægt að það sé gert af alúð og í þágu samfélagsins með sjálfbærni að leiðarljósi. Orkustofnun leggur ríka áherslu á að svo sé og þar skiptir mikilvægi skilvirkrar og vandaðrar stjórnsýslu höfuðmáli.

Einnig verður farið yfir starfsemi Orkustofnunar á árinu 2022 og varpað ljósi á helstu áfanga er varða orkumálin, sem og önnur verkefni sem stofnunin sinnir á sviði nýtingu vatns og jarðefna á þjóðlendum og á hafsbotni. Enn fremur verða í forgrunni verkefni og aðgerðir sem hafa verið innleidd til að efla skilvirkni og gagnsæi starfseminnar.

Á meðal gesta eru hr. Ólafur Ragnar Grímsson, fyrrverandi forseti Íslands og Guðlaugur Þór Þórðarson, umhverfis-, orku-, og loftslagsráðherra.mbl.is