Fjármálaáætlun samþykkt

Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra.
Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Alþingi hefur samþykkt fjámálaáætlun fyrir árin 2024-2028.

Samtals greiddu 34 atkvæði með fjármálaáætluninni en 21 sem greiddu gegn henni. Þá sátu 2 þingmenn hjá við atkvæðagreiðsluna.

Það lá fyrir að fjárhagsáætlunin yrði samþykkt fyrir þinglok þar sem samkomulag náðist um hana fyrr í vikunni.

Verðbólgan hefur verið fyrirferðarmikil í umræðunni um fjármálaáætlunina, en stjórnarandstaðan hefur jafnframt gagnrýnt ríkisstjórnina fyrir aðgerðarleysi í baráttunni við verðbólguna.

mbl.is