Fleiri svartsýnir á horfurnar

Væntingavísitala Gallup er á niðurleið.
Væntingavísitala Gallup er á niðurleið. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Væntingavísitala Gallup lækkaði í 77,8 stig í maí. Hún hefur lækkað jafnt og þétt frá áramótum en í janúar mældist hún 98,7 stig.

Gallup hefur frá mars 2001 mælt svonefnda væntingavísitölu mánaðarlega. Ef vísitalan er yfir 100 stigum eru fleiri jákvæðir en neikvæðir um horfurnar. Þróun vísitölunnar er sýnd á grafi hér til hliðar. Vísitalan náði hámarki í maí 2007 er hún fór í 154,9 stig. Síðan féll hún nær lóðrétt þar til botninum var náð í janúar 2009 í tæpum 20 stigum. En í þeim mánuði var ríkisstjórnarsamstarfi slitið í kjölfar efnahagshrunsins.

Vísitalan hækkaði svo nokkuð jafnt og þétt fram í júní 2013 er hún fór aftur yfir 100 stig. Síðan verður mikil hækkun sumarið 2015 en þá var greint frá samkomulagi við kröfuhafa og afnámi fjármagnshafta.

Rætt er við Sigurð Gunnlaugsson, framkvæmdastjóra fasteignasölunnar Torgs, í Morgunblaðinu í dag um fylgni milli væntingavísitölunnar og fasteignasölu. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: