Nætursölu hætt hjá Nettó á Granda

Nettó hefur stytt afgreiðslutíma í verslun sinni á Granda í …
Nettó hefur stytt afgreiðslutíma í verslun sinni á Granda í Reykjavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Nettó hefur stytt afgreiðslutíma í verslun sinni á Granda í Reykjavík en þar hefur verið opið allan sólarhringinn á undanförnum árum.

Nýlega var því breytt en verslunin er opnuð kl. 8 og er opin til miðnættis eða nokkru lengur en gengur og gerist hjá Nettó. Samkvæmt upplýsingum á vef fyrirtækisins er ein verslun Nettó opin allan sólarhringinn en hún er í Mjóddinni.

Matvöruverslunum sem hafa opið á nóttunni fer því fækkandi en þó eru nokkrar á höfuðborgarsvæðinu sem eru opnar allan sólarhringinn. Verslanir 10-11 eru opnar allan sólarhringinn. Tvær þeirra eru í Reykjavík, á Laugavegi og í Austurstræti, en ein er í komusalnum í Leifsstöð.

Hagkaup er einnig með sólarhringsafgreiðslu í tveimur verslunum; annars vegar í Skeifunni en hins vegar í Garðabænum. Í sumum tilfellum er opið til miðnættis í Hagkaup eins og á Akureyri, á Seltjarnarnesi og í Spönginni.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: