Símasónninn orðinn safngripur

Tækniþróun síðustu ára hefur sett sónnn í útrýmingarhættu.
Tækniþróun síðustu ára hefur sett sónnn í útrýmingarhættu. mbl.is/Kristinn Ingvarsson

Að undanförnu hefur Sigurður Harðarson rafeindavirki unnið að því að endurræsa 90 ára gamla símstöð sem er á Samgöngusafninu á Skógum. Sigurður segir mikilvægt að lífga símstöðina við svo fólk eigi möguleika á því að heyra sóninn sem fylgir henni, því senn muni sónninn í símanum heyra sögunni til.

„Nú á bráðum að fara að loka öllum heimilissímum og leggja það allt niður. Eftir ekkert svo mörg ár veit enginn hvernig símasónn hljómar og það er ástæðan fyrir því að ég er að þessu,“ segir Sigurður í samtali við Morgunblaðið. Símstöðin er fyrsta sjálfvirka símstöðin sem kom til Íslands og hyggst Sigurður koma henni í gang.

En hvað er sónn?

„Sónninn er í rauninni skilaboð til þín þegar þú tekur upp tólið, gefur því til kynna að þú sért í sambandi og að hægt sé að hringja,“ segir Sigurður sem er mikill áhugamaður um fjarskiptatæki og hefur verið viðloðandi Samgöngusafnið á Skógum síðan árið 2009.

Hann kveðst vilja varðveita gamla tíma með því að virkja gömlu símstöðina og sóninn svo fólk í framtíðinni geti vitað hvernig símasamskiptum var háttað á árum áður. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: