Litadýrð í Laugardalnum

Litahlaupið The Color run fór fram í Laugardalnum í morgun.
Litahlaupið The Color run fór fram í Laugardalnum í morgun. mbl.is/Óttar

Mikið fjör var í Laugardalnum í morgun þar sem litahlaupið The Color run fór fram.

Litahlaupið er fimm kílómetra löng fjölskylduskemmtun þar sem þátttakendur eru litaðir með litapúðri eftir hvern kílómetra.

mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar

Söngkonan Diljá steig á svið áður en hlaupið hófst. Eliza Reid forsetafrú ræsti svo hlaupið klukkan ellefu. Gert var ráð fyrir rúmlega fimm þúsund þátttakendum.

mbl.is/Óttar

Kynnar voru þau Eva Ruza og Gústi B. Emmsjé Gauti skemmti svo þátttakendum að hlaupi loknu.

mbl.is/Óttar

The Color Run snýst ekki um að koma í mark á sem skemmstum tíma heldur að njóta upplifunar litahlaupsins.

mbl.is/Óttar
mbl.is/Óttar
mbl.is