Stærsta skip sem hingað hefur komið

MSC Virtuosa er stærsta skip sem komið hefur til landsins, …
MSC Virtuosa er stærsta skip sem komið hefur til landsins, mælt í brúttótonnum. mbl.is/sisi

Skemmtiferðaskipið MSC Virtuosa er stærsta skip sem komið hefur hingað til lands í brúttótonnum. Skipið, sem var smíðað árið 2019 og er í eigu MSC Cruises, er 181.151 brúttótonn að stærð og 331 metri á lengd.

Skipið tekur 6.334 farþega og í áhöfn þess eru 1.704. Að sögn Gísla Hallssonar yfirhafnsögumanns gekk vel að bakka skipinu upp að Skarfabakka í gær.

Nóg er um að vera í Sundahöfn þessa dagana, en auk MSC Virtuosa liggja þar tvö önnur skemmtiferðaskip; Ambience og Jewel of the Seas. Samtals eru skipin þrjú tæplega 342.000 brúttótonn að stærð og rúma yfir 10.000 farþega og 3.200 áhafnarmeðlimi. „Við ráðum við þetta, en þetta er krefjandi fyrir ferðaskipuleggjendur,“ segir Gísli, en von er á fjölda skipa af svipaðri stærðargráðu við Sundahöfn í sumar. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: