Virkjunarleyfi fellt úr gildi

Fyrirhugað virkjunarsvæði Hvammsvirkjunar í efri hluta Þjórsár
Fyrirhugað virkjunarsvæði Hvammsvirkjunar í efri hluta Þjórsár Tölvumynd/Landsvirkjun

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hefur fellt virkjunarleyfi Landsvirkjunar fyrir Hvammsvirkjun úr gildi, en leyfið var gefið út í lok síðasta árs.

Úrskurðurinn byggist á fjölda kæra sem nefndinni hafa borist og í honum er tekin afstaða til þeirra. Náttúrugrið eru ein þeirra samtaka sem stóðu að kærunum og ræddi blaðamaður við Snæbjörn Guðmundsson, formann Náttúrugriða þegar hann var nýlega búinn að lesa yfir úrskurðinn.

„Virkjunarleyfið sem Orkustofnun gaf út í desember 2022 er fellt úr gildi. Landsvirkjun hefur því ekki virkjunarleyfi enn þá í höndum. Þetta er einn mesti sigur náttúruverndar á Íslandi í ansi langan tíma“, segir Snæbjörn.  

„Stjórnsýsla sem gengur ekki upp"

„Virkjunarleyfið fellur á lögum um vatnamál frá 2011. Þar er mjög skýrt að ástandi straumvatna má ekki raska. Þetta er samkvæmt vatnatilskipun Evrópusambandsins.“

„Orkustofnun rannsakaði ekki þann þátt af neinu viti áður en hún gaf út leyfið. Landsvirkjun sótti um undanþágu frá þessari meginreglu, en hún er ófrávíkjanleg samkvæmt dómafordæmum erlendis frá, og er í samtali við Umhverfisstofnun löngu síðar um það mál. Þetta er stjórnsýsla sem gengur ekki upp. Á þessu er málið fellt.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert