Konan fundin en þyrlan stopp

Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sótt konuna á Laugaveg.
Þyrla Landhelgisgæslunnar hefur sótt konuna á Laugaveg. mbl.is/Árni Sæberg

Ástand konunnar sem sækja þurfti á Laugaveg í kvöld er stöðugt. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti konuna á Laugaveginn vegna bráðra veikinda. Þyrlan gat ekki farið aftur í loftið við Köldukvísl vegna mikillar þoku á svæðinu.

Að sögn Landhelgisgæslunnar mun þyrlan flytja konuna til aðhlynningar um leið og léttir til og veðurskilyrði batna. 

Uppfært kl. 19:40

Þyrla Landhelgisgæslunnar er lent í Reykjavík. 

mbl.is

Bloggað um fréttina