200 skjálftar mælst frá miðnætti

Smáskjálftahrina hófst við Vífilsfell í nótt.
Smáskjálftahrina hófst við Vífilsfell í nótt. Kort/Map.is

Smáskjálftahrina hófst við Vífilsfell í nótt og hafa um 200 skjálftar mælst síðan á miðnætti. 

Stærsti skjálftinn mældist 1,4 að stærð klukkan 20 mínútur fyrir klukkan átta í morgun. 

Hrinur eru þekktar á svæðinu að því fram kemur í athugasemd jarðvísindamanns hjá Veðurstofu Íslands. Var síðast skjálftahrina á svæðinu árið 2021.

Jarðskjálftahrina hófst í Mýrdalsjökli aðfaranótt föstudags 30. júní en töluvert hefur dregið úr virkninni í dag. Stærsti skjálftinn í þeirri hrinu mældist 4,4 að stærð.

Myndin er tekin nyrst í Heiðmörk og er Vífilsfell í …
Myndin er tekin nyrst í Heiðmörk og er Vífilsfell í baksýn. mbl.is/Sigurður Bogi
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert