Lést í kjölfar nóróveirusýkingar

Kona á níræðisaldri féll frá.
Kona á níræðisaldri féll frá. mbl.is

Kona á níræðisaldri er látin í kjölfar nóróveirusýkingar sem gerði vart við sig á hóteli á Austurlandi. Konan lést á sjúkrahúsi á Akureyri. 

Tveir voru lagðir inn á sjúkrahús á Akureyri eftir að hafa smitast í ferð sem farin var á vegum kvenna úr Skagafirði.  Samkvæmt upplýsingum frá sjúkrahúsinu var um alvarlega veikindi að ræða í báðum tilfellum. 

Samkvæmt heimildum mbl.is hefur verið gripið til sóttkvíar meðal þeirra sem höfðu samneyti við þá sem smituðust. Minnst 12 sýkingar eru staðfestar. Hópsýking lagðist verst á tvo hópa. Annars vegar hóp erlendra ferðamanna og hins vegar áður nefndan hóp Skagfirðinga.

Engin veikindi í tvo daga 

Hóteleigandinn sagði í samtali við mbl.is í gær að brugðist hafi verið þannig við að veitingastað hótelsins var lokað til að takmarka samgang. 

„Við höfum ekki frétt af neinum veikindum síðustu tvo daga hjá okkar gestum eftir að við sótthreinsuðum hótelið,“ segir hóteleigandinn í samtali við mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert