Snarpur skjálfti varð rétt í þessu á suðvesturhorni landsins. Skjálftinn fannst vel á höfuðborgarsvæðinu.
Fréttin verður uppfærð um leið og upplýsingar fást um stærð og staðsetningu.
Uppfært klukkan 17.02:
Samkvæmt vef Veðurstofunnar var skjálftinn 4,4 að stærð, og voru upptök hans á um 4,4 km dýpi, 1,4 km suðvestur af Keili.
Uppfært klukkan 17.34:
Annar skjálfti fannst vel á höfuðborgarsvæðinu klukkan 17.28. Samkvæmt óyfirförnum niðurstöðum Veðurstofu Íslands var skjálftinn 3,1 að stærð og upptök hans á 5,9 kílómetra dýpi 3,1 kílómetra norður af Straumsvík.
Uppfært klukkan 17.41:
Samkvæmt nýjustu upplýsingum var skjálftinn klukkan 17.28 3,5 að stærð og upptök hans á 5,1 kílómetra dýpi og 1,1 kílómetra vestsuðvestur af Keili.
Uppfært klukkan 18.14:
Samkvæmt frumniðurstöðum á vef Veðurstofu Íslands reið skjálfti sem var 3,8 að stærð yfir klukkan 17.53. Upptök hans voru á 4,8 kílómetra dýpi 1,4 kílómetra suðaustur af Keili.