Alvarlegt vélhjólaslys á Laugarvatnsvegi

Alvarlegt umferðarslys varð á Laugarvatnsvegi.
Alvarlegt umferðarslys varð á Laugarvatnsvegi. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Alvarlegt umferðarslys varð á Laugarvatnsvegi upp úr klukkan 18 í kvöld. Lögreglan á Suðurlandi greinir frá þessu í tilkynningu á Facebook. Staðfest hefur veruð að um vélhjólaslys sé að ræða. 

Laugarvatnsvegur verður lokaður frá Biskupstungnabraut að Þóroddsstöðum um óákveðinn tíma á meðan viðbragðsaðilar eru við vinnu á vettvangi.

Fréttin verður uppfærð.

 Uppfært klukkan 19.31

Sveinn Kristján Rúnarsson, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurlandi, staðfestir í samtali við mbl.is að um alvarlegt vélhjólaslys hafi verið að ræða. Einn farþegi hafi verið á hjólinu sem hafi farið út af veginum. 

Vinna stendur enn yfir á vettvangi. 

Frekari upplýsingar liggja ekki fyrir að svo stöddu. 

Uppfært klukkan 19.35

Í samtali við mbl.is staðfestir Landhelgisgæslan að þyrla þeirra hafi verið send á staðinn vegna slyssins en  Rúv greindi fyrst frá því.

Útkallið segir gæslan hafa borist til þeirra klukkan 18.12. Ekki fékkst staðfest hvert hefði verið farið með ökumann vélhjólsins.

Uppfært klukkan 19.57

Búið er að opna fyrir umferð um veginn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert