Mist Grönvold
„Á þessum stóru dögum erum við alveg á þolmörkum innviða,“ segir Arna Lára Jónsdóttir, bæjarstjóri á Ísafirði, í samtali við mbl.is í dag.
Fjögur skemmtiferðaskip komu til Ísafjarðar í dag. Fimm skip áttu að koma en eitt gat ekki lagt við bryggju.
Arna segir litlu skipta fyrir bæinn þó eitt hafi ekki komið, röðin í bakaríinu og verslunum sé kannski bara aðeins styttri. Það skipti þó einhverju máli fyrir fyrirtæki í ferðaþjónustu en einhverjir farþeganna áttu bókað í ferðir í dag.
„Innviðirnir þurfa að stækka með fjölgun ferðamanna og það er sannarlega tækifæri til þess að búa til meiri afþreyingu fyrir ferðamenn svo þeir séu ekki allir á götunni,“ segir Arna.