Innflæði kviku næstum tvöfalt hraðara

Á Reykjanesskaga í gær.
Á Reykjanesskaga í gær. mbl.is/Eyþór

Sérfræðingar á Veðurstofu Íslands segja innflæði kviku vera næstum tvöfalt hraðara en í aðdraganda gossins í ágúst 2022. Heildarrúmáll kviku sem komið er upp í efra lag skorpunnar viðrist þó vera svipað eða um 12 milljón rúmmetrar.

Þótt skjálftavirkni hafi minnkað nokkuð benda upplýsingar eindregið til þess að kvika sé að færast nær yfirborði. Talið er að efra borð kvikuinnskotsins hafi náð upp á eins kílómeters dýpi fyrri hlutann í gær.

Jarðskjálftavirkni við Eldey vekur athygli Veðurstofunnar.
Jarðskjálftavirkni við Eldey vekur athygli Veðurstofunnar.

Óvenjumikil virkni nær Eldey

Ný gögn sem fengin eru úr gögnum gervitungla staðfesta fyrri niðurstöður um aflögun kvikuinnskotsins.

Veðurstofan greinir óvenjulega mikla virkni á Reykjaneshrygg nærri Eldey. Stærstur þeirra var upp á 4,5 nú í morgunsárið. Ekki er óvenjulegt að greina skjálfta á þessu svæði en virknin núna telst óvenjuleg. Ekki er útilokað að þessi skjálftatíðni tengist kvikuhreyfingum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert