Mögulegt hraunrennsli kortlagt

Myndin er af gosstöðvunum í Meradölum á síðasta ári. Kortið …
Myndin er af gosstöðvunum í Meradölum á síðasta ári. Kortið frá rannsóknarstofu í eldfjallafræðum og náttúruvá Háskóla Íslands. Samsett mynd

Nú stefnir í að gangurinn undir svæðinu á milli Fagradalsfjalls og Keilis sé að fara að gjósa. Komi gosið upp á því svæði verður afl þess svipað og í gosinu 2022. Það þýðir að framleiðni þess verður um 10 rúmmetrar á sekúndu.

Þessar upplýsingar koma fram í færslu frá rannsóknarstofu í eldfjallafræðum og náttúruvá við Háskóla Íslands. Hefur sömuleiðis verið spáð í hvaða leið hraunið muni renna og má sjá á meðfylgjandi mynd í dökkrauðu þær leiðir sem líklegastar þykja. Ljósari svæði eru þau sem ólíklegri eru talin að hraunið muni renna.

Spá Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá við HÍ um mögulegt …
Spá Rannsóknarstofu í eldfjallafræði og náttúruvá við HÍ um mögulegt hraunrennsli.

Nokkrar sviðsmyndir

Mismunandi sviðsmyndir hafa verið skoðaðar. Ein er sú að því sunnar sem gossprungan er, því meiri líkur eru á því að nýja hraunið flæði yfir gígana og hraunið frá 2022 og niður í Merardali.

Ef hún opnast miðja vegu þarna á milli, er líklegast að hraunið renni til austurs í átt að Núpshlíðarhálsi.

Ef hins vegar gossprungan er nær Keili, þá aukast líkurnar á því að hraun flæði til norðurs og niður eftir hlíðum Þráinsskjaldar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert