Íslenskt jarðhitaverkefni í Úkraínu

Verkís hlaut styrk upp á rúmar níu milljónir króna vegna …
Verkís hlaut styrk upp á rúmar níu milljónir króna vegna verkefnisins Geothermal Ukraine en verkefnið er á sviði jarðhita og kemur til framkvæmdar í Úkraínu. mbl.is/Eyþór Árnason

Íslensku fyrirtækin Verkís og Fisheries Technologies hlutu á dögunum styrki til verkefna á sviði þróunarsamvinnu úr Heimsmarkmiðasjóði atvinnulífsins. Þetta kemur fram í tilkynningu á vef Stjórnarráðsins.

Hlaut Verkís styrk upp á rúmar níu milljónir króna fyrir verkefnið Geothermal Ukraine en það er á sviði jarðhita og á að koma til framkvæmdar í Úkraínu.

Fisheries Technologies hlaut 14 milljónir króna í styrk vegna verkefnisins CARICE. Það snýr að innleiðingu upplýsingakerfa vegna fiskveiða í Karíbahafi.

„Það er virkilega ánægjulegt að sjá þegar fyrirtæki taka upp á því sjálf að setja á laggirnar þróunarverkefni í þeim tilgangi að styrkja önnur samfélög, fjölga þar störfum og stuðla að aukinni hagsæld. Ég hlakka til að fylgjast með verkefnum Verkís og Fisheries Technologies á þessum sviðum,“ er haft eftir Þórdísi Kolbrúnu R. Gylfadóttur utanríkisráðherra, í tilkynningu Stjórnarráðsins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert