Auglýsa eftir landvörðum á gosstöðvarnar

Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja um sem fyrst.
Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja um sem fyrst. mbl.is/Kristinn Magnússon

Auglýst er eftir landvörðum til starfa á gosstöðvunum á Reykjanesskaga á Facebook-síðu Umhverfisstofnunar.

Umsækjendur eru hvattir til þess að sækja um sem fyrst. „Fræðsla, eftirlit og náttúruvernd á einstöku svæði,“ segir um starfið.

Mikið álag hefur verið á björgunarsveitum á svæðinu en Otti Rafn Sig­mars­son, formaður Slysa­varna­fé­lags­ins Lands­bjarg­ar, kallaði eftir fljótu viðbragði hins op­in­bera við eldgosi, stuttu áður en fór að gjósa við Litla-Hrút.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert