Aldrei fleiri 105 ára

Sigfús ásamt Garðari, bróður sínum, sem heimsótti hann á Eir.
Sigfús ásamt Garðari, bróður sínum, sem heimsótti hann á Eir. Ljósmynd/Guðný Sigfúsdóttir

Sigfús B. Sigurðsson, bifvélavirki og heimilismaður á hjúkrunarheimilinu Eir í Grafarvogi, varð 105 ára í fyrradag, eins og greint var ítarlega frá í afmælisgrein í Morgunblaðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá Jónasi Ragnarssyni, sem heldur úti síðunni Langlífi á Facebook, eru fimm Íslendingar á lífi, 105 ára og eldri, og hafa aldrei verið fleiri. Þrjár konur og tveir karlar.

Alls hafa 47 Íslendingar náð 105 ára aldri, að sögn Jónasar, og Sigfús er níundi karlmaðurinn í þeim hópi.

Sigfús fæddist í Hafnarfirði og ólst þar upp, síðan í Fljótshlíð og Reykjavík. Tveir bræður Sigfúsar eru á lífi; Ásgeir vörubifreiðarstjóri er 95 ára og Garðar slökkviliðsmaður er 86 ára.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur: