Hvítlauksostur kemur aftur í verslanir

Hvítlauksosturinn ætti að vera fáanlegur í öll ostasalöt landsmanna innan …
Hvítlauksosturinn ætti að vera fáanlegur í öll ostasalöt landsmanna innan nokkurra vikna. Ljósmynd/ja.is

Hvítlauksosturinn frá Mjólkursamsölunni hefur verið illfáanlegur undanfarnar vikur og mánuði í búðum hér á landi, en hann mun þó koma aftur í verslanir í lok mánaðarins. Erfitt hefur reynst að nálgast ákveðið bragðefni sem þarf til þess að bragðbæta ostinn.

Að sögn Aðalsteins H. Magnússonar, sölu- og markaðsstjóra Mjólkursamsölunnar, hefur birgir fyrirtækisins loksins fundið rétta bragðefnið og því má vænta þess að osturinn verði kominn í hillur verslanna innan fjögurra vikna. 

Reynst erfitt að finna hráefnið

Hann er ekki hættur í framleiðslu. Það breyttist eitthvað hjá birginum þannig að hann þurfti að fara eitthvert annað til þess að ná í þetta hráefni og það er frekar erfitt að ná í nákvæmlega þetta hráefni sem við viljum. Þetta hefur tekið núna næstum því hálft ár,“ bætir hann við. 

„Við erum orðin ansi langeygð eftir því að fá þetta bragðefni en mér skilst að birgirinn hafi loksins fundið rétta bragðefnið og þetta standi því til bóta. En það gætu verið einhverjar þrjár fjórar vikur í þetta samt,“ segir hann. 

Ostasalöt komin á borð landans innan mánaðar

Landsmenn hafa margir hverjir saknað hvítlauksostsins enda hefur nokkur umræða myndast innan Facebook-matarhópa þar sem fólk hefur furðað sig á því hvað varð um ostinn enda hefur hann ekki verið fáanlegur síðan í vor.

Þannig að ostasalötum landans er borgið,“ segir Aðalsteinn í lokin. 

mbl.is